Fara á efnissvæði

seveup stóreykur öryggi gagna með azure

_ Í fljótu bragði

vefur

#starfsmanna

<10

staður

frakkland

markaður

arkitektastofur, verktakar

þjónusta

hönnunarlíkön í gegnum saas lausnir

bakgrunnur

SeveUp er um 5 ára gamalt franskt sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í mælaborðum fyrir BIM hönnunarlíkön og býður þjónustu sína í gegnum SaaS áskriftarlausnir. 

BIM (Building Information Modeling) er aðferðafræði við líkanagerð sem nýtist yfir líftíma mannvirkja, allt frá hönnun til verklegra framkvæmda, reksturs og viðhalds. 

Slík líkön gefa færi á að framkvæma verkfræðilegar greiningar og taka upplýstar ákvarðanir fyrr í hönnunarferlinu sem hafa mikil áhrif á gæði og rekstur mannvirkis.

Lausn SeveUp felst í því að viðskiptavinir fyrirtækisins, sem eru aðallega arkitektastofur og stórverktakar, geta tengt / hlaðið upp gögnum um BIM líkön sín og sett upp á einfaldan hátt notendavæn mælaborð. Mælaborðunum er svo hægt að deila áfram eða bjóða hagsmunaaðilum verkefna aðgang að viðkomandi netsvæðum og mælaborðum.

Líkön sem þessi vinna með mikið magn gagna og útheimta mikla reiknigetu, en líkönin og gögn tengd þeim eru vistuð í skýjalausnum.  Öryggi gagnanna skiptir líka mjög miklu máli, þar sem um viðkvæmar upplýsingar er að ræða.

áskorunin

SeveUp stóð frammi fyrir þeirri áskorun að einn helsti viðskiptavinur SeveUp, franski fasteignarisinn Icade, gerði strangar kröfur um aukið öryggi í skýjarekstrinum. Icade hannar, byggir og rekur stórar fasteignir og innviði víðsvegar um Evrópu, ekki síst fyrir heilbrigðisstofnanir, en eignir fyrirtækisins námu nærri 15 milljarða evra 2022, þar af um 7 milljarðar í heilbrigðisstofnunum. 

Mörg hönnunarlíkön Icade fela í sér viðkvæmar upplýsingar sem ekki mega komast í hendur illvirkja eða samkeppnisaðila.

Frönsk skýjalausn dugði ekki lengur
SeveUp hafði verið í viðskiptum við OVHcloud.com, sem er frönsk skýjaþjónusta og ein sú stærsta á sínu sviði í Evrópu. 

Stefna SeveUp var tekin á Azure skýið til að uppfylla strangari öryggiskröfur og fá um leið aðgang að breiðara vöruúrvali í fullkomnari lausn. SeveUp ákvað að flytja DevOps ferla sína sömuleiðis í Azure skýið af þessu tilefni. 

Well Advised var falið að leysa verkefnið sem féll vel að reynslu fyrirtækisins og þekkingu á öryggiseiginleikum Azure sem og DevOps þróunarrekstri. 

nálgun well advised

Öryggisviðmið frá CIS
Að kröfu Icade var ákveðið að notast við öryggisviðmið CIS fyrir Azure skýjalausnir. CIS er alþjóðlegt netöryggisfyrirtæki sem meðal annars gefur út öryggisviðmið fyrir helstu skýjalausnir í heimi. Viðmiðin eru tekin saman af samfélagi 12.000 UT sérfræðinga í heiminum og þykja gefa bestu leiðsögn hverju sinni um hámarks öryggisráðstafanir. 

Viðmið CIS leggja grunn að öryggiskröfum og -stöðlum margra alþjóðlegra stofnana og samtaka, eins og World Economic Forum, ENISA (European Union Agency for Network and Information Security), FFIEC, NIST og HIPPA, svo einhver séu nefnd.

Í stuttu máli gekk vinna Well Advised mjög vel. Enda þótt öryggisviðmið CIS fyrir Azure séu mjög ítarleg gekk greiðlega með aðstoð innbyggðs CIS ráðgjafa Azure, að ganga frá öllum kröfum. Uppfærsla á DevOps ferlum SeveUp gekk einnig snurðulaust fyrir sig með sjálfvirknivæðingu á útgáfum fyrir þróunarsvæðin og fyrsta flokks stjórn á útgáfustýringum fyrir raunumhverfin.

Strangar öryggiskröfur SeveUp gerðu það að verkum að ákvörðun um að færa reksturinn í Azure kom af sjálfu sér. Öflugar öryggisstillingar og -tól sem í boði eru hjá Azure gerðu það að verkum að verkefnið gekk mjög greiðlega. Samstarfið við teymið hjá SeveUp var framúrskarandi. Væntingar þeirra og kröfur voru mjög skýrar sem gerði verkefnið auðveldara í framkvæmd.

Gunnar Óttarson

Sérfræðingur hjá Well Advised

árangur

  • Hraðari fyrirspurnir og meira öryggi þar sem farið hefur verið eftir CIS viðmiðunum.
  • Fjölbreytt úrval sýndarvélastærða opnar á frekari möguleika til sparnaðar þar sem hægt er að velja hárrétta vél í hvert verkefni.
  • Samþættanir við tól eins og Application Insights og Azure Monitor gáfu SeveUp öflugt yfirlit yfir verkefnið, innsýn og álagspunkta.
  • Gríðarlegt úrval af þjónustum úr öllum áttum eins og gagnagreind opna möguleika fyrir SeveUp til að þróa vöru sína frekar og fá meiri innsýn í gögnin sín.
kynntu þér pakkana okkar