Við færum þig inn í stafræna framtíð í skýinu

Well Advised býður fyrirtækjum á stafrænni vegferð tækniþekkingu sína í Azure skýjalausnum. Njóttu liðsinnis úrvals fagmanna sem eru sérfræðingar í stafrænni umbreytingu.

Well Advised is a Microsoft Partner

Innviðirnir eru klárir fyrir framtíðina með Azure

Fyrirtæki og stofnanir af öllum stærðum og gerðum, vítt og breitt um heiminn, hafa fært sér í nyt mátt Azure. Microsoft Azure færir fyrirtækjum samkeppnisforskot í stafrænum heimi. Azure lausnir auka hagkvæmni, sveigjanleika og skalanleika, og tryggja að auki hámarks öryggi og vörn.

checkmark

Öryggi

Microsoft Azure hefur á að skipa 3500 öryggissérfræðingum, sem aðstoða við að tryggja viðskiptagögn þín og býður fleiri öryggisvottanir en nokkur annar þjónustuaðili skýjaþjónustu. Skoðaðu yfirlit yfir þær hér.

checkmark

Yfirsýn

Smíðaðu og skalaðu hratt forrit þín og vinnslugetu í Azure. Fyrsta flokks stjórntæki tryggja að þú missir aldrei stjórn og yfirsýn. Óþarfi er að fjárfesta í dýrum vélbúnaði eða öðrum innviðum. Með áskriftarfyrirkomulagi stækkar Azure með þínum vexti.

checkmark

Stöðugleiki

Fáir geta keppt við Microsoft þegar kemur að stöðugleika. Flestar þjónustur Azure tryggja að lágmarki 99.95% uppitíma þannig þú getur andað rólega og einbeitt þér að kjarnastarfseminni.

checkmark

Sveigjanleiki

Einfaldaðu flókið UT umhverfi, sem er dreift í mismunandi skýjum eða á staðbundnum þjónum, með blandaðri (e. hybrid) skýjalausn Azure. Nýttu Azure stjórntækin fyrir alla tækniinnviði og keyrðu Azure þjónustur hvar sem þér hentar.

Taktu þátt í skýjabyltingunni með aðstoð þaulreyndra sérfræðinga

Þegar þú kemur í viðskipti við Well Advised felur það í sér nána samvinnu við okkur. Okkar hlutverk er að tryggja og fylgjast með verðmætum þínum, sem og að leiðbeina þér áfram á vegferðinni. Ef upp koma vandamál erum við boðin og búin til að leysa málin fljótt og vel. Sem samstarfsaðili okkar hefur þú nær ótakmarkaðan aðgang að mjög hæfum sérfræðingum. Þú færð skjóta svörun við fyrirspurnum og greiðan aðgang að aðstoð, ráðgjöf og praktískri leiðsögn.

1

Stöðumat og greining

Þú gerir skrá yfir hugbúnað og vinnsluálag, greinir hvar flöskuhálsar liggja sem og leiðir til að lækka rekstrarkostnað á meðan þú metur hversu tilbúið fyrirtæki þitt er fyrir rekstur í skýinu.

2

Flutningur

Nýttu vinnu og undirbúning í fyrri fasa til að flytja þig yfir í skýið með nánast engum niðritíma. Þú verður leiddur áfram með þaulreyndum aðferðum og tólum sem eru sérstaklega sniðin að þínum aðstæðum og forsendum.

3

Rekstrarstuðningur

Eftir að hugbúnaður og gögn hafa verið færð í skýið og allt virkar með réttum hætti, fylgjumst við grannt með afköstum og kostnaði, og tryggjum að allar öryggisráðstafanir virki sem skyldi. Rekstrarsamstarf við okkur felur í sér að við bregðumst hratt við öllum tilvikum og veitum allan nauðsynlegan stuðning.

Innleiðing kerfisþróunar (e. DevOps) fyrir stöðugar umbætur

Með alhliða lausnum í Azure skýinu geta þróunarteymi nýtt sér aðferðarfræði kerfisþróunar (e. DevOps) á öllum stigum hugbúnaðarþróunar; skipulagningu, þróun, afhendingu og rekstri. Aðferð kerfisþróunar gerir þróunarteymum kleift að bæta stöðugt vöru sína til bóta fyrir notendur. Við veitum viðskiptavinum innsýn í UT umhverfin og hjálpum þeim um leið að bæta skilvirkni notenda.

checkmark

Skipulagning

Þróun

Afhending

Rekstur

checkmark

Samvinna

Vinnuflæði

Stöðugar umbætur

Öryggi og hlíting

Við tökum þetta alla leið - og skrefinu lengra ef þarf

Við störfum með nokkrum af fremstu fyrirtækjum í heimi á sviði stafrænna lausna við að innleiða skalanlegar skýjalausnir með góðum árangri. En við tökum skrefið lengra. Við erum Microsoft Partner sem felur í sér hátt þjónustustig og samningur okkar við Arrow tengir okkur við net reyndra UT sérfræðinga um allan heim, sem eru klárir okkur til stuðnings og aðstoðar. Að auki tryggjum við samstarfsaðilum okkar öryggi og sálarró allan sólarhringinn. Við erum alltaf á vakt.