Skýjabloggið
Á Skýjablogginu finnurðu gagnlegt og fróðlegt efni um skýjalausnir og stafræna þróun. Við leggjum áherslu á hagnýtt efni sem nýtist fagfólki í verkefnum sínum og auðveldar stjórnendum að marka stefnu fyrir skýjavegferðina.
Nokkur ráð til að auka öryggið á hagkvæman hátt í Azure
Microsoft Azure býður notendum fjölmargar lausnir til að auka öryggi í skýjaumhverfi sínu. Tvær kjarnaþjónusturnar, „Microsoft Sentinel“ og „Defender for Cloud“ mynda sterkan grunn til að byggja á og fyrir félög sem vilja halda öryggiskostnaði í lágmarki er hægt að byrja ódýrt og byggja síðar ofan á.
Mótaðu stefnu fyrir Skýið: 7 lykilþættir til að hafa í huga
Stafræn umbylting gengur nú yfir heiminn og skýjavæðing er óhjákvæmileg afleiðing hennar fyrir flest fyrirtæki og stofnanir. Það er því mikilvægt að setja könnun á skýjavegferð strax á dagskrá og marka stefnu sem verður vegvísir fyrir forgangsröðun og tímalínu verkefna. Hér er fjallað um sjö lykilþætti sem þarf að hafa til hliðsjónar þegar stefna er mótuð um skýjavegferð.
Eru gögnin örugglega örugg í Skýinu?
Skipuheildir sem eru að hugsa um að færa stafrænan rekstur sinn í Skýið velta óhjákvæmilega fyrir sér öryggismálum. Öryggi er gríðarlega mikilvægt fyrir flest fyrirtæki og stofnanir. Við heyrum stöðugt fréttir af netárásum og sífellt þróaðri aðferðum glæpamanna til að stela gögnum og halda í gíslingu. Sú spurning vaknar því óhjákvæmilega: Hvað með Skýið? Er það öruggt - eða er betra að taka ekki óþarfa áhættu og reka kerfin bara áfram eins og áður?
Domino's hagræðir í Azure
Það sýnir sig að jafnvel tæknilega háþróuð fyrirtæki eins og Domino’s, sem þegar hafa hafið sína skýjavegferð fyrir mörgum árum, hafa möguleika á að nýta betur sína möguleika í Azure. Þróun skýjalausna er hröð og mikilvægt að fylgjast vel með nýjustu vendingum og tækifærum til hagræðingar.