Skýjabloggið

Á Skýjablogginu finnurðu gagnlegt og fróðlegt efni um skýjalausnir og stafræna þróun. Við leggjum áherslu á hagnýtt efni sem nýtist fagfólki í verkefnum sínum og auðveldar stjórnendum að marka stefnu fyrir skýjavegferðina.

Nokkur ráð til að auka öryggið á hagkvæman hátt í Azure

Microsoft Azure býður notendum fjölmargar lausnir til að auka öryggi í skýjaumhverfi sínu. Tvær kjarnaþjónusturnar, „Microsoft Sentinel“ og „Defender for Cloud“ mynda sterkan grunn til að byggja á og fyrir félög sem vilja halda öryggiskostnaði í lágmarki er hægt að byrja ódýrt og byggja síðar ofan á.

Domino's hagræðir í Azure

Það sýnir sig að jafnvel tæknilega háþróuð fyrirtæki eins og Domino’s, sem þegar hafa hafið sína skýjavegferð fyrir mörgum árum, hafa möguleika á að nýta betur sína möguleika í Azure. Þróun skýjalausna er hröð og mikilvægt að fylgjast vel með nýjustu vendingum og tækifærum til hagræðingar.