Fara á efnissvæði

eimskip sameinar og nútímavæðir umhverfi sín í Azure

_ Í fljótu bragði

vefur

#starfsmanna

1640

staður

ísland

geiri

flutningastarfsemi

þjónusta

farmflutningar og vöruhúsaþjónusta

bakgrunnur

Eimskip er eitt elsta og þekktasta fyrirtæki landsins, stofnað 1914. Það sinnir farmflutningum á sjó og landi auk umfangsmikillar vöruhúsaþjónustu. Meðal viðskiptaeininga innan samstæðu Eimskips má nefna TVG-ZIMSEN, Sæferðir, Atlantic Trucking í Danmörku, Tromsøterminalen í Noregi og Cargocan í Canada.

Til samræmis við umfangsmikinn rekstur samstæðunnar er kerfisreksturinn flókinn. Í tengslum við nýja uppfærslu á vef fyrirtækisins var tekin ákvörðun um að endurskipuleggja, einfalda og nútímavæða kerfisreksturinn og færa allar veflausnir í Azure umhverfi. 

Uppfærsla á viðmóti og bakendatækni nýja vefsins var á vegum Vettvangs en Well Advised var fengið til að annast Azure hluta verkefnisins.

áskorunin: flókið skipulag

Eimskip var þegar með sex veflausnir sem átti að flytja í fyrsta áfanga verkefnisins. Lausnir NAA og TVG-Ziemsen voru hýstar á aðskildum Azure svæðum á vegum Vettvangs, en aðalvefir Eimskips, www.eimskip.is og www.eimskip.com, auk lausna Atlantic Trucking og Cargocan, voru hýstar í hýsingarsal Eimskipa. 

Eimskip var í samstarfi við nokkra þjónustuaðila, meðal annars Advania og Tietoevry, um rekstur sinna umhverfa og fólst nokkur vinna í því að leggja á ráðin með þeim um skipulagningu verkefnisins.

Verkefni WA var því töluvert umfangsmikið en samantekið fólst það í eftirfarandi verkþáttum:

  • Teikna og setja upp nútímalegt, samræmt hýsingarumhverfi í Azure fyrir allar lausnir Eimskip samstæðunnar
  • Virkja vöktun og varnir til að tryggja öryggi umhverfisins, nýta þar jafnframt til fulls þær öryggislausnir sem í boði eru í Azure
  • Hámarka uppitíma lausna og besta afköst
  • Setja upp DevOps þróunarferla til að auðvelda framtíðarþróun lausna

lausnin

Well Advised hóf vinnu sína á því að setja upp gagnagrunna, gagnageymslur og vefþjóna í Azure með Bicep IAC. Það felur í sér að í stað þess að setja kerfið upp handvirkt byggir Bicep á nákvæmri skjölun og stöðlun umhverfisins í kóðasniðmát. IaC innleiðing fækkar villum, auðveldar uppfærslur á umhverfi þegar ný tækni kemur fram og einfaldar fjölföldun á uppsetningum..

Forritunarumhverfið var fært til nútímahorfs með DevOps ferlum sem gerir Eimskip klárt fyrir hvers kyns framtíðarþróun. Sjálfvirk kóðaútgáfa (e. continuous integration/continuous deployment) er aðskilin fyrir framenda og bakenda til að hraða aðskildum uppfærslum. 

Öryggi lausnanna var sett í fyrsta sæti og var til þess stuðst við ýmsar lausnir í Azure.

Það er ekki óalgengt að samstæður eins og Eimskip séu með fjölda lausna hjá ólíkum þjónustuaðilum. Þá getur oft verið flókið að samræma umhverfi þannig að hægt sé að hagræða og reka lausnirnar á einum stað. Þetta skemmtilega og krefjandi verkefni, þar sem margir ólíkir aðilar lögðu sitt á vogarskálarnar, gaf okkur tækifæri til að leggja grunn að hýsingarlausn sem við vonumst til að styðji við frekari þróun og vinnu við veflausnir Eimskip um ókomna tíð.

Gunnar Óttarsson

Sérfræðingur hjá Well Advised

staðan í dag

  • Einfaldari kerfisrekstur - allar lausnir settar upp í samræmt hýsingarumhverfi
  • Nútímaleg og skilvirk þróun tæknilausna með DevOps umhverfi Azure
  • Bætt rekstraröryggi með samræmdum öryggisstillingum milli lausna
  • Hagkvæmari rekstur með ítarlegri kostnaðargreiningu á þjónustuleiðum
kynntu þér pakkana okkar