Fara á efnissvæði

azure - einn fyrir teymið

Fyrirtæki og stofnanir sem eru með mikinn kerfisrekstur þurfa mörg aðstoð sérfræðinga við stærri verkefni á sinni Azure vegferð. Sérhæfð Azure þekking er þó ekki á hverju strái - og fyrir flest teymi borgar sig ekki að bæta við Azure sérfræðingi í fullt starf.

Teymið þitt hefur skilgreint hlutverk og markmið, hvort sem það snýr að vöruþróun eða rekstri kerfa. Sérfræðingar þínir skilja best kerfi og tól sem þeir nota til að sinna sínum daglegu verkefnum - en sennilega hafa þeir ekki sérhæfða Azure þjálfun.

Hagkvæm leið til að hámarka möguleika þína í Azure er að ráða sérfræðing í tímavinnu til að vinna afmörkuð verkefni með teyminu.

stuðningur í azure

  • styrktu azure afköst teymisins, til skemmri eða lengri tíma
  • sparaðu tíma við azure þjálfun - nýttu hann í annað
  • fáðu stuðning í azure verkefnum þegar þú þarft - og eins mikið og þú þarft
kannaðu þjónustupakka okkar

Well Advised hefur frá 2021 aðstoðað við tæknileg mál er snúa að Microsoft lausnum og skýjaþjónustu fyrir Veritas. Þjónusta Well Advised hefur meðal annars falið í sér tæknilega ráðgjöf, endursölu á Microsoft þjónustum og leyfum, sem og vöktun og afritunartöku. Ég get staðfest að Well Advised hefur staðið fyllilega við gerða samninga og er vel treystandi til að annast þjónustu á sviði Azure lausna.

Hákonía J. Guðmundsdóttir

Deildarstjóri UT, Veritas

Hjá Well Advised starfa afar hæfir, vottaðir Azure sérfræðingar sem búa yfir mjög breiðri þekkingu á netbúnaði, skýjaumhverfi og öryggislausnum. Það kom okkur á óvart hversu mikil reynsla bjó hjá fremur smáu teymi WA sem gat leyst ólíkustu vandamál á stuttum tíma.

Michael Murphy

Framkvæmdastjóri & meðstofnandi, Cranntech