Um okkur

Við erum teymi sérfræðinga, sem hefur unnið þétt saman við þróun og rekstur flókinna tæknilausna fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Samstarf okkar á vefstofunni Vettvangi, systurfyrirtæki Well Advised, vegur þar þyngst. 

Miklar breytingar eiga sér nú stað í tækniumhverfi fyrirtækja og stofnana. Fjórða iðnbyltingin er framundan, sem felur í sér gríðarlega aukna gagnavinnslu og notkun alls kyns gervigreindarlausna. 

Þessi nýi veruleiki kallar á mikla fjárfestingu í dýrum innviðum og þjálfun í flóknum kerfisrekstri. 

Önnur leið er mun skynsamari: Að taka kerfin og gögnin í Skýið. Og það höfum við gert fyrir fjölmarga viðskiptavini með frábærum árangri.

Nú viljum við gera hið sama fyrir þig.  Þess vegna varð Well Advised til.