Fara á efnissvæði

azure fyrir sveigjanleika og nýsköpun

Það ríkir hörð samkeppni í umhverfi stafrænna vara og lausna. Lykilorð þar eru hraði, sveigjanleiki og skalanleiki í afkastagetu. Microsoft Azure hakar við öll box frumkvöðlans.

Azure býður vistun gagna, vinnslugetu og fjölbreyttar AI lausnir sem sniðnar eru að þörfum sprotafyrirtækja sem vilja koma lausnum sínum hratt út á markað. Azure er samtengt öðrum Microsoft lausnum og þannig fæst aðgengi að bestu tækni hverju sinni til vöruþróunar.

Sjálfvirk skölun Azure gerir þér kleift að stækka hratt og stilla afkastagetu eftir rokkandi notkun. „Pay-as-you-go“ fyrirkomulag Azure hjálpar þér að spara pening - þú borgar bara fyrir það sem þú notar.

Frumkvöðlar og nýstofnuð fyrirtæki eiga allt undir trausti viðskiptavina. Innbyggðar varnir Azure gagnvart netárásum og öflugt gagnaöryggi stuðlar að trausti á markaði þegar mest ríður á.

azure vex með þér

  • sparaðu í kerfisrekstrinum með pay-as-you-go tekjulíkani azure - borgaðu aðeins fyrir nauðsynlega vinnslu hverju sinni og ekki krónu meir.
  • hraði á markað skiptir miklu máli - skalaðu getuna upp og niður sjálfvirkt eftir þörfum eftir sveiflum í eftirspurn og notkun.
  • fáðu aðgang að háþróuðustu tækni á markaðnum og fjölbreyttri þjónustu til að styðja við vöruþróun þína.
  • settu vöruþróunina í sjálfvirka ferla með þróuðum azure devops verkfærum.
kannaðu þjónustupakka okkar

Það var mikið heillaskref hjá okkur að fá Well Advised með okkur í lið í byrjun 2023. Payday hefur vaxið hratt síðastliðin ár og Azure umhverfið samhliða því. Það var kominn tími til að fá sérfræðinga til að hjálpa okkur að taka umhverfið á næsta stig. Well Advised hefur á að skipa frábærum sérfræðingum sem eru fljótir að bregðast við og hafa mikla þekkingu á Azure umhverfinu.

Björn Hr. Björnsson

Framkvæmdastjóri & stofnandi Payday