Fara á efnissvæði

stígðu inn í framtíðina með azure

Fyrirtæki og stofnanir af öllum stærðum og gerðum um allan heim hafa nýtt sér mátt Microsoft Azure. Við sjáum til þess að flutningur þinn í skýið byggi á sterkum grunni og tryggjum þannig hagkvæman rekstur, öryggi gagna og hlítni við nauðsynlega staðla í þinni starfsemi.

Skýjarekstur er leiðin fram á við en leiðin þangað getur verið snúin. Margir eiga erfitt með að greina stöðu sína, setja niður áætlun og framkvæma flutninginn sjálfan - til þess þarf sérhæfða þekkingu. 

Þar við getum komið til aðstoðar. Azure vottaðir sérfræðingar okkar eru þrautreyndir í greiningu bestu kosta, uppsetningu umhverfa og lausna, sem og reglulegum rekstri þar sem fylgst er grannt með nauðsynlegum uppfærslum og kostnaði.

Nýttu Azure betur

Og jafnvel þótt fyrirtæki þitt sé þegar að nota Azure sýnir reynslan að langoftast má minnka kostnað enn frekar og nýta möguleika Azure betur. 

Azure býður margar leiðir til að hagræða, en til að nýta þær þarf að fylgjast vel með nýjungum og uppfærslum. Azure skýið stækkar stöðugt og þróast - en við erum með puttann á púlsinum.

lestu reynslusögu eimskips

hver er áskorun þín?

  • við gerum úttektir og greiningu á rekstri þínum í azure og gefum þér viðmið um hagræðingarmöguleika í umhverfum þínum - þú getur gert enn betur, við erum viss um það
  • flutningur í skýið er yfirleitt skrefaskiptur - hvert skref felur í sér ákvarðanir sem hafa áhrif á afköst, áreiðanleika og skalanleika lausna þinna í skýinu
  • við styðjum við stafræn umbreytingu þína - við bætum framleiðni, stöðugleika og notendaupplifun með nútímalegum forritunarferlum í azure.
kannaðu þjónustupakka okkar
Egill Þorsteinsson

Við erum gríðarlega ánægð með það skref sem við tókum fyrir allnokkrum árum að færa okkur yfir í Azure rekstur. Þær lausnir sem Azure býður upp á hafa reynst okkur mjög vel, aukið hagkvæmni og gefið okkur þann sveigjanleika og skalanleika sem við þurfum.

Egill Þorsteinsson

Yfirmaður stafrænnar þróunar, Domino's á Íslandi.

Við fengum Well Advised inn í ráðgjöf til okkar við innleiðingu á Azure og Azure DevOps. Uppsetningin er unnin af þriðja aðila og hefur Well Advised komið inn sem ráðgjafi við uppsetninguna. Well Advised hefur staðið sig afar vel í að aðstoða okkur í gegnum bratta lærdómskúrfu og gætt að mikilvægum öryggisþáttum í tiltölulega flókinni uppsetningu á DevOps þar sem fleiri en eitt teymi vinna að sama kerfi.

Ragnheiður Birna Björnsdóttir

hópstjóri hugbúnaðarlausna hjá Tryggingastofnun